Telur tímabært að breyta löggjöf um getraunir Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 11:32 Magnús Sigurbjörnsson ræddi stöðu getrauna hér á landi í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“ Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“
Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira