Telur tímabært að breyta löggjöf um getraunir Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 11:32 Magnús Sigurbjörnsson ræddi stöðu getrauna hér á landi í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“ Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“
Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira