Dúxinn ánægður með að réttlætið hafi sigrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 16:09 Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík. Samsett „Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“ Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“
Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14
Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10
Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12