Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 11:23 Talið er ljóst að Bandaríkjaforseti verði ekki glaður ef ákvörðunin fellur gegn honum. Getty/Win McNamee Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira