Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sylvía Hall skrifa 8. júlí 2020 10:12 Sakborningarnir voru handteknir við Hvalfjarðargöng Vísir/Vilhelm Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. Sex, þar á meðal Jaroslava voru ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Fólkið, fimm karlar og Jaroslava, voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Alls hljóta fjórir fjögurra ára fangelsisdóm og einn þriggja ára fangelsisdóm, auk Jaroslövu, fyrir aðild sína að málinu. Sakborningarnir þurfa að greiða 3,6 milljónir í sakarkostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir, fjórir pólskir karlar og tveir íslenskir ríkisborgarar, voru grunuð um að hafa framleitt efnið alveg frá grunni. Þá voru þrír af pólsku mönnunum sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Lögmaður eins sakbornings staðfesti að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. Sex, þar á meðal Jaroslava voru ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Fólkið, fimm karlar og Jaroslava, voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Alls hljóta fjórir fjögurra ára fangelsisdóm og einn þriggja ára fangelsisdóm, auk Jaroslövu, fyrir aðild sína að málinu. Sakborningarnir þurfa að greiða 3,6 milljónir í sakarkostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir, fjórir pólskir karlar og tveir íslenskir ríkisborgarar, voru grunuð um að hafa framleitt efnið alveg frá grunni. Þá voru þrír af pólsku mönnunum sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Lögmaður eins sakbornings staðfesti að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira