Frænka Trump segir lygar vera lífsstíl hans Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 23:28 Mary Trump, bróðurdóttir Bandaríkjaforseta (t.h.). Bók hennar um Trump fjölskylduna (t.v.) á að koma út í næstu viku. AP/Simon & Schuster/Peter Serling Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga. Fjölskylda Trump hefur reynt að koma í veg fyrir birtingu bókar sem hún hefur skrifað og á að koma út í næstu viku. Mary L. Trump er dóttir Freds Trump yngri, eldri bróður Bandaríkjaforseta en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Faðir hennar lést af fylgikvilla áfengissýki þegar hún var táningur. Trump forseti hefur sagt í viðtali að hann sjái eftir hvernig hann og faðir hans þrýstu á Fred yngri að taka þátt í fjölskyldufyrirtækinu fyrir dauða hans. Í endurminningabók um fjölskylduna dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Sakar hún frænda sinn um að sjá annað fólk í „peningalegu ljósi“ og að hafa gert lygar að lífsstíl sínum, að sögn New York Times. Bókin ber titilinn „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín bjó til hættulegasta mann í heimi“. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi hennar fram í næstu viku eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Donald Trump með þáverandi konu sinni, Ivönu, og föður sínum Fred, í Atlantsborg árið 1988. Faðir Trump er sagður hafa skaðað tilfinningalegan þroska Donalds sonar síns í bók Mary Trump.Vísir/Getty Lærði að forðast vanþóknun föður síns Uppruna raskana Trump-fjölskyldunnar og forsetans sérstaklega rekur Mary Trump að miklu leyti til fjölskylduföðursins Fred Trump eldri og harðneskjulegrar framkomu hans. Fred yngri hafi dreymt um að gerast atvinnuflugmaður og sýnt lítinn áhuga á fasteignaveldi Trump-fjölskyldunnar. Faðir hans hafi ítrekað hæðst að elsta syni sínum og niðurlægt hann. „Donald er tíu sinnum verðmætari en þú,“ á Fred eldri að hafa öskrað á son sinn og nafna fyrir framan hóp starfsmanna fyrirtækisins eitt sinn. Donald Trump hafi lært af föður sínum að líta niður á Fred yngri en jafnframt að forðast að gera það sem gæti komið illa við föður sinn. Sakar Mary Trump afa sinn um að hafa eyðilagt Donald með því að koma í veg fyrir að hann gæti „þróað og upplifað allan skala mannlegra tilfinninga“. „Með því að takmarka aðgang Donalds að eigin tilfinningum og að gera margar þeirra óásættanlegar brenglaði Fred skynjun sonar síns á heiminum og skaðaði getu hans til þess að búa í honum,“ skrifar Mary Trump í bókinni, að sögn Washington Post. Fór í bíó á meðan bróðir hans lá banaleguna Ýmsar sögur eru af forsetanum í bókinni, þar á meðal um hvernig hann naut þess að hrekkja Robert, yngri bróður sinn, þegar þeir voru börn. Robert Trump leitaði til dómstóla þess að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar með vísan í samning um þagnmælsku sem hann segir Mary Trump hafa skrifað undir þegar fjölskyldan gerði sátt við hana um arf eftir afa hennar í kringum aldamót. Trump er sagður hafa látið systur sína Maryanne gera heimavinnuna sína fyrir sig þegar hann var framhaldsskólanemi. Síðar hafi hann greitt félaga sínum til þess að taka inntökupróf í háskóla fyrir sig. Það hafi síðar meir gert honum kleift að komast inn í virtan viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu sem forsetinn hefur stært sig af í gegnum tíðina. Kvöldið sem Fred yngri lést úr hjartaáfalli sem tengdist áfengisfíkn þegar hann var 42 ára gamall árið 1981 skrifar Mary Trump að enginn úr fjölskyldunni hafi fylgt honum á sjúkrahúsið. Donald frændi hennar hafi frekar farið í kvikmyndahús. Þegar Fred eldri lést árið 1999 fengu Mary Trump og bróðir hennar ekki arf á við börn hans sem þau töldu sig eiga rétt á. Sökuðu þau börnin um að hafa látið föður þeirra breyta erfðaskrá sinni rétt fyrir andlátið. Fjölskyldan gerði á endanum sátt við börn Fred yngri. Mary lýsir Fred yngri, föður sínum (t.v.) sem næmum manni og gamansömum en því hafi hann reynt að halda frá föður sínum sem hafi ekki liðið neina linkind. Hann lést úr afleiðingum áfengissýki 42 ára gamall árið 1981. Þá var Mary Trump sextán ára.Vísir/Getty Enginn vanhæfari til að takast á við ástandið í dag Um Trump forseta skrifar bróðurdóttir hans að hann hafi engar grundvallarhugsjónir og uppfylli allar skilgreiningar á sjálfsdýrkanda. Sú skilgreining nægi þó ekki til að lýsa því sem hrjái frænda hennar. „Staðreyndin er sú að kvillar Donalds eru svo flóknir og hegðun hans oft svo óútskýranleg að til þess að greina hann rétt og ítarlega þyrfti heilt vopnabúr af sálfræðilegum og taugafræðilegum rannsóknum sem hann mun aldrei gangast undir,“ skrifar Mary Trump. Þökk sé auðæfum og völdum föður síns hafi Donald aldrei þurft að takast á við heiminn af eigin rammleik. Brotthætt sjálfsálit hans sé eina vörn hans gegn raunveruleikanum. Álagið vegna kórónuveirufaraldursins, efnahagsþrenginga sem honum tengjast og samfélagsleg sundrung hefur dregið fram það versta í fari Trump forseta, að mati frænku hans. Enginn sé vanhæfari til þess að takast á við þessar hörmungar en hann. „Andrúmsloft sundrungar sem afi minn skapaði í Trump-fjölskyldunni er vatnið sem Donald hefur alltaf synt í og sundrung er honum áfram hagstæð á kostnað allra annarra. Það er að buga landið, líkt og það gerði við föður minn, og breytir okkur jafnvel þó að Donald breytist ekkert. Það veikir getu okkar til að sýna gæsku og trúa á fyrirgefninguna, hugtök sem hafa aldrei haft nokkra þýðingu fyrir honum,“ skrifar frænka Bandaríkjaforseta. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga. Fjölskylda Trump hefur reynt að koma í veg fyrir birtingu bókar sem hún hefur skrifað og á að koma út í næstu viku. Mary L. Trump er dóttir Freds Trump yngri, eldri bróður Bandaríkjaforseta en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Faðir hennar lést af fylgikvilla áfengissýki þegar hún var táningur. Trump forseti hefur sagt í viðtali að hann sjái eftir hvernig hann og faðir hans þrýstu á Fred yngri að taka þátt í fjölskyldufyrirtækinu fyrir dauða hans. Í endurminningabók um fjölskylduna dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Sakar hún frænda sinn um að sjá annað fólk í „peningalegu ljósi“ og að hafa gert lygar að lífsstíl sínum, að sögn New York Times. Bókin ber titilinn „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín bjó til hættulegasta mann í heimi“. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi hennar fram í næstu viku eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Donald Trump með þáverandi konu sinni, Ivönu, og föður sínum Fred, í Atlantsborg árið 1988. Faðir Trump er sagður hafa skaðað tilfinningalegan þroska Donalds sonar síns í bók Mary Trump.Vísir/Getty Lærði að forðast vanþóknun föður síns Uppruna raskana Trump-fjölskyldunnar og forsetans sérstaklega rekur Mary Trump að miklu leyti til fjölskylduföðursins Fred Trump eldri og harðneskjulegrar framkomu hans. Fred yngri hafi dreymt um að gerast atvinnuflugmaður og sýnt lítinn áhuga á fasteignaveldi Trump-fjölskyldunnar. Faðir hans hafi ítrekað hæðst að elsta syni sínum og niðurlægt hann. „Donald er tíu sinnum verðmætari en þú,“ á Fred eldri að hafa öskrað á son sinn og nafna fyrir framan hóp starfsmanna fyrirtækisins eitt sinn. Donald Trump hafi lært af föður sínum að líta niður á Fred yngri en jafnframt að forðast að gera það sem gæti komið illa við föður sinn. Sakar Mary Trump afa sinn um að hafa eyðilagt Donald með því að koma í veg fyrir að hann gæti „þróað og upplifað allan skala mannlegra tilfinninga“. „Með því að takmarka aðgang Donalds að eigin tilfinningum og að gera margar þeirra óásættanlegar brenglaði Fred skynjun sonar síns á heiminum og skaðaði getu hans til þess að búa í honum,“ skrifar Mary Trump í bókinni, að sögn Washington Post. Fór í bíó á meðan bróðir hans lá banaleguna Ýmsar sögur eru af forsetanum í bókinni, þar á meðal um hvernig hann naut þess að hrekkja Robert, yngri bróður sinn, þegar þeir voru börn. Robert Trump leitaði til dómstóla þess að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar með vísan í samning um þagnmælsku sem hann segir Mary Trump hafa skrifað undir þegar fjölskyldan gerði sátt við hana um arf eftir afa hennar í kringum aldamót. Trump er sagður hafa látið systur sína Maryanne gera heimavinnuna sína fyrir sig þegar hann var framhaldsskólanemi. Síðar hafi hann greitt félaga sínum til þess að taka inntökupróf í háskóla fyrir sig. Það hafi síðar meir gert honum kleift að komast inn í virtan viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu sem forsetinn hefur stært sig af í gegnum tíðina. Kvöldið sem Fred yngri lést úr hjartaáfalli sem tengdist áfengisfíkn þegar hann var 42 ára gamall árið 1981 skrifar Mary Trump að enginn úr fjölskyldunni hafi fylgt honum á sjúkrahúsið. Donald frændi hennar hafi frekar farið í kvikmyndahús. Þegar Fred eldri lést árið 1999 fengu Mary Trump og bróðir hennar ekki arf á við börn hans sem þau töldu sig eiga rétt á. Sökuðu þau börnin um að hafa látið föður þeirra breyta erfðaskrá sinni rétt fyrir andlátið. Fjölskyldan gerði á endanum sátt við börn Fred yngri. Mary lýsir Fred yngri, föður sínum (t.v.) sem næmum manni og gamansömum en því hafi hann reynt að halda frá föður sínum sem hafi ekki liðið neina linkind. Hann lést úr afleiðingum áfengissýki 42 ára gamall árið 1981. Þá var Mary Trump sextán ára.Vísir/Getty Enginn vanhæfari til að takast á við ástandið í dag Um Trump forseta skrifar bróðurdóttir hans að hann hafi engar grundvallarhugsjónir og uppfylli allar skilgreiningar á sjálfsdýrkanda. Sú skilgreining nægi þó ekki til að lýsa því sem hrjái frænda hennar. „Staðreyndin er sú að kvillar Donalds eru svo flóknir og hegðun hans oft svo óútskýranleg að til þess að greina hann rétt og ítarlega þyrfti heilt vopnabúr af sálfræðilegum og taugafræðilegum rannsóknum sem hann mun aldrei gangast undir,“ skrifar Mary Trump. Þökk sé auðæfum og völdum föður síns hafi Donald aldrei þurft að takast á við heiminn af eigin rammleik. Brotthætt sjálfsálit hans sé eina vörn hans gegn raunveruleikanum. Álagið vegna kórónuveirufaraldursins, efnahagsþrenginga sem honum tengjast og samfélagsleg sundrung hefur dregið fram það versta í fari Trump forseta, að mati frænku hans. Enginn sé vanhæfari til þess að takast á við þessar hörmungar en hann. „Andrúmsloft sundrungar sem afi minn skapaði í Trump-fjölskyldunni er vatnið sem Donald hefur alltaf synt í og sundrung er honum áfram hagstæð á kostnað allra annarra. Það er að buga landið, líkt og það gerði við föður minn, og breytir okkur jafnvel þó að Donald breytist ekkert. Það veikir getu okkar til að sýna gæsku og trúa á fyrirgefninguna, hugtök sem hafa aldrei haft nokkra þýðingu fyrir honum,“ skrifar frænka Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira