Tíu ára börn þátttakendur í ofbeldi sem tekið er upp á myndskeið og birt á netinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 18:53 Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira