Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 18:44 Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira