Bruninn á Bræðraborgarstíg: Sá handtekni áfram í gæsluvarðhaldi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 16:07 Maðurinn sem er grunaður um aðild að brunanum þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. júlí í dag. Rannsókn á brunanum er sögð miða vel áfram. Maðurinn var handtekinn í rússneska sendiráðinu við Túngötu í tengslum við brunann fimmtudaginn 25. júní. Hann var borinn út úr sendiráðinu í hand- og fótajárnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að gæsluvarðhald yfir manninum hafi verið framlengt í dag að kröfu hennar. Það hafi verið gert í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan segir ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Þrír létust í brunanum í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í síðustu viku. Tveir aðrir voru á gjörgæslu eftir brunann. Komið hefur fram að brunavörnum hafi verið ábótavant í húsinu. Fleiri tugir manns voru skráðir með lögheimili í húsinu, langflestir með erlent vegabréf en íslenska kennitölu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Tengdar fréttir Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. júlí í dag. Rannsókn á brunanum er sögð miða vel áfram. Maðurinn var handtekinn í rússneska sendiráðinu við Túngötu í tengslum við brunann fimmtudaginn 25. júní. Hann var borinn út úr sendiráðinu í hand- og fótajárnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að gæsluvarðhald yfir manninum hafi verið framlengt í dag að kröfu hennar. Það hafi verið gert í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan segir ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Þrír létust í brunanum í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í síðustu viku. Tveir aðrir voru á gjörgæslu eftir brunann. Komið hefur fram að brunavörnum hafi verið ábótavant í húsinu. Fleiri tugir manns voru skráðir með lögheimili í húsinu, langflestir með erlent vegabréf en íslenska kennitölu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Tengdar fréttir Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00
Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14
Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30