Heldur gott gengi Leiknis gegn Keflavík áfram? | Bæði lið stefna upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 14:00 Sindri Kristinn í leik Keflavíkur og Breiðabliks á Kópavogsvelli. Vísir/Vilhelm Í kvöld mætast Keflavík og Leiknir Reykjavík í Lengjudeild karla. Gestirnir úr Reykjavík hafa haft ágætis tak á heimamönnum undanfarin misseri. Í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins hefur Leiknir unnið þrjá og þá lauk einum með jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.10 í kvöld. Þó aðeins séu tvær umferðir búnar af deildinni þá er ljóst að heimamenn eru í fantaformi. Vísir heyrði í Sindra Kristni Ólafssyni, markverði Keflavíkur, og Brynjari Hlöðverssyni, miðjumanni Leiknis, fyrir leik kvöldsins. Keflavík hefur nú leikið fjóra mótsleiki. Þeir hófu sumarið á 5-0 sigri á 4. deildarliði Bjarnarins í Mjólkurbikarnum. Í kjölfarið fylgdu svo 5-1 og 4-0 sigrar í Lengjudeildinni gegn Aftureldingu og Víking Ólafsvík. Liðið datt þó út úr bikarnum í hörkuleik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli þar sem Kristinn Steindórsson skaut Kópavogsbúum áfram með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 3-2. „Við erum mjög sáttir með byrjunina á mótinu til þessa. Höfum byrjað sterkt sóknarlega en gætum gert betur varnarlega. Frammistaðan gegn Blikum var heilt yfir mjög góð en við misstum reynslumikla leikmenn í meiðsli í síðari hálfleik og það kostaði okkur, sagði markvörðurinn um byrjun Keflavíkur á sumrinu. Keflavík fagnar öðru marka sinna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Leiknir hefur byrjað tímabilið þokkalega. Þeir unnu góðan sigur á Þrótti í fyrstu umferð en gerðu markalaust jafntefli við Vestra í síðustu umferð. Þá fékk liðið stóran skell í Mjólkurbikarnum þar sem liðið steinlá 6-0 gegn KA á Akureyri. Missti liðið tvo menn af velli með rauð spjöld eftir hálftíma leik, annar þeirra var Brynjar. „Tapið gegn KA var svo sem ekkert högg þannig séð, svona gerist bara. Dómarar taka stundum ákvarðanir sem maður er ekki sammála en það er lítið við því að gera. Hvað varðar deildina værum við auðvitað til í að vera með fullt hús en okkur tókst ekki að skora gegn Vestra.“ „Við erum samt ekkert að hafa áhyggjur af því þó við skorum ekki í einum leik. Erum með spræka og öfluga stráka fram á við,“ sagði Brynjar um leiki Leiknis fram að þessu. Leikmennirnir telja að flest lið eigi enn eitthvað í land hvað varðar líkamlegt atgervi en kórónufaraldurinn hafði mikil áhrif á undirbúning fótboltaliða landsins í vor. „Okkur líður nokkuð vel samt sem áður. Þurfum að hlaupa vel, eins og örugglega öll lið, í pásunni og gera þetta eins vel og við mögulega gátum. Mjög spes fyrir markvörð að vera í miklum hlaupum en maður fylgdi því til að fara í góðu formi.“ „Svo var ég í stöðugu sambandi við Ómar [Jóhannsson, markmannsþjálfara] varðandi æfingar og fleira. Notaði battavellina á skólalóðum til að viðhalda snerpu og fleira þar sem aðstaðan í bænum bauð ekki upp á aðra möguleika.“ „Held að flestir leikmenn og flest lið séu ekki á þeim stað sem þau myndu vilja vera á þegar liðið er á mótið. Flest öll lið Íslandsmótsins eru eftir á hvað það varðar en við spýttum vel í lófana og höfum æft vel síðan það var leyft aftur. Gerðum okkar besta og æfðum samviskusamlega einir á meðan við máttum ekki æfa sem lið,“ sagði Brynjar um æfingar á meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. Nýleg þjálfarateymi hjá báðum liðum Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Bæði lið koma til leiks með nýleg þjálfarateymi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inn sem aðalþjálfari Keflavíkur ásamt Eysteini Húna Haukssyni í vetur. Þá tók Sigurður Heiðar Höskuldsson við sem aðalþjálfari Leiknis af Stefáni Gíslasyni á miðju tímabili í fyrra. Honum til halds og traust er Hlynur Helgi Arngrímsson. Sindri segir að fyrst hafi menn haft sínar efasemdir um tveggja þjálfara kerfi en þær efasemdir eru á bak og burt. „Var ekki viss með þetta í byrjun en þetta hefur komið miklu betur út en maður bjóst við. Við erum allir mjög hrifnir af þeirri hugmyndafræði sem Siggi Raggi hefur komið með inn í félagið og þetta virkar mjög vel á mann. Þeir tveir vita nákvæmlega hvað þeir vilja, vita styrkleika hvors annars upp á hár og eru ekkert að flækja þetta.“ Brynjar gekk aftur í raðir Leiknis í haust eftir farsæl tvö ár hjá Havnar Boltfélag, HB, í Færeyjum. Þar fyrir utan hefur Brynjar verið allt sitt líf í Leikni eins og svo margur leikmaður liðsins. Eyjólfur Tómasson, markvörður, hætti hins vegar í vetur og því þurfti liðið að fá inn nýjan markvörð í fyrsta skipti í næstum áratug. „Færeyjar eru snilld. Ég mun alltaf vera með annan fótinn í Færeyjum eftir þetta. Segi bara öllum að drullast til Færeyja,“ sagði Brynjar aðspurður út í veru sína erlendis. Brynjar fagnar því að vinna deildina í Færeyjum eins og sér einum er lagið.Vísir/Jens „Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Sigga og hann gerði gott mót síðasta sumar. Strákarnir töluðu mjög vel um hann og ég fékk það svo allt staðfest þegar ég mætti. Siggi hefur staðið sig mjög vel og er skila flottu verki. Sama um Hlyn, hann er að standa sig mjög vel sem aðstoðarþjálfari.“ „Eyjó var auðvitað stór póstur í liðinu og maður væri alltaf til í að hafa hann með sér í þessu enda einn af mínum bestu vinum. Hann komst hins vegar inn í slökkviliðið og sá ekki fram á að geta sinnt þessu almennilega. Við fengum hins vegar frábæran markvörð frá Hollandi, sem býr einmitt með mér, og hann smellpassar í hópinn. Góður í marki og frábær persóna.“ Bæði lið stefna upp um deild í haust „Við sigldum togarann Keflavík í strand og nokkrir leikmenn sem yfirgáfu skip en aðrir sem drógu okkur aftur út á sjó. Tímabilið í fyrra var mjög mikilvægt, við fengum dýrmæta reynslu og mér finnst við hafa sagt skilið við þetta hræðilega tímabil sumarið 2018 og getum nú gert atlögu að því að fara upp,“ sagði Sindri en sumarið 2018 féll Keflavík úr Pepsi deildinni með aðeins þrjú stig. „Deildin virðist mjög sterk í ár en ætli við setjum ekki stefnuna upp eins og örugglega fimm eða sex lið í þessari deild. Ekkert gaman að vera í þessu nema að hafa eitthvað fyrir stafni og við setjum stefnuna upp,“ sagði Brynjar að lokum en Leiknir endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og ef liðið ætlar að gera betur í ár er ljóst að það fer upp um deild. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Í kvöld mætast Keflavík og Leiknir Reykjavík í Lengjudeild karla. Gestirnir úr Reykjavík hafa haft ágætis tak á heimamönnum undanfarin misseri. Í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins hefur Leiknir unnið þrjá og þá lauk einum með jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.10 í kvöld. Þó aðeins séu tvær umferðir búnar af deildinni þá er ljóst að heimamenn eru í fantaformi. Vísir heyrði í Sindra Kristni Ólafssyni, markverði Keflavíkur, og Brynjari Hlöðverssyni, miðjumanni Leiknis, fyrir leik kvöldsins. Keflavík hefur nú leikið fjóra mótsleiki. Þeir hófu sumarið á 5-0 sigri á 4. deildarliði Bjarnarins í Mjólkurbikarnum. Í kjölfarið fylgdu svo 5-1 og 4-0 sigrar í Lengjudeildinni gegn Aftureldingu og Víking Ólafsvík. Liðið datt þó út úr bikarnum í hörkuleik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli þar sem Kristinn Steindórsson skaut Kópavogsbúum áfram með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 3-2. „Við erum mjög sáttir með byrjunina á mótinu til þessa. Höfum byrjað sterkt sóknarlega en gætum gert betur varnarlega. Frammistaðan gegn Blikum var heilt yfir mjög góð en við misstum reynslumikla leikmenn í meiðsli í síðari hálfleik og það kostaði okkur, sagði markvörðurinn um byrjun Keflavíkur á sumrinu. Keflavík fagnar öðru marka sinna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Leiknir hefur byrjað tímabilið þokkalega. Þeir unnu góðan sigur á Þrótti í fyrstu umferð en gerðu markalaust jafntefli við Vestra í síðustu umferð. Þá fékk liðið stóran skell í Mjólkurbikarnum þar sem liðið steinlá 6-0 gegn KA á Akureyri. Missti liðið tvo menn af velli með rauð spjöld eftir hálftíma leik, annar þeirra var Brynjar. „Tapið gegn KA var svo sem ekkert högg þannig séð, svona gerist bara. Dómarar taka stundum ákvarðanir sem maður er ekki sammála en það er lítið við því að gera. Hvað varðar deildina værum við auðvitað til í að vera með fullt hús en okkur tókst ekki að skora gegn Vestra.“ „Við erum samt ekkert að hafa áhyggjur af því þó við skorum ekki í einum leik. Erum með spræka og öfluga stráka fram á við,“ sagði Brynjar um leiki Leiknis fram að þessu. Leikmennirnir telja að flest lið eigi enn eitthvað í land hvað varðar líkamlegt atgervi en kórónufaraldurinn hafði mikil áhrif á undirbúning fótboltaliða landsins í vor. „Okkur líður nokkuð vel samt sem áður. Þurfum að hlaupa vel, eins og örugglega öll lið, í pásunni og gera þetta eins vel og við mögulega gátum. Mjög spes fyrir markvörð að vera í miklum hlaupum en maður fylgdi því til að fara í góðu formi.“ „Svo var ég í stöðugu sambandi við Ómar [Jóhannsson, markmannsþjálfara] varðandi æfingar og fleira. Notaði battavellina á skólalóðum til að viðhalda snerpu og fleira þar sem aðstaðan í bænum bauð ekki upp á aðra möguleika.“ „Held að flestir leikmenn og flest lið séu ekki á þeim stað sem þau myndu vilja vera á þegar liðið er á mótið. Flest öll lið Íslandsmótsins eru eftir á hvað það varðar en við spýttum vel í lófana og höfum æft vel síðan það var leyft aftur. Gerðum okkar besta og æfðum samviskusamlega einir á meðan við máttum ekki æfa sem lið,“ sagði Brynjar um æfingar á meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. Nýleg þjálfarateymi hjá báðum liðum Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Bæði lið koma til leiks með nýleg þjálfarateymi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inn sem aðalþjálfari Keflavíkur ásamt Eysteini Húna Haukssyni í vetur. Þá tók Sigurður Heiðar Höskuldsson við sem aðalþjálfari Leiknis af Stefáni Gíslasyni á miðju tímabili í fyrra. Honum til halds og traust er Hlynur Helgi Arngrímsson. Sindri segir að fyrst hafi menn haft sínar efasemdir um tveggja þjálfara kerfi en þær efasemdir eru á bak og burt. „Var ekki viss með þetta í byrjun en þetta hefur komið miklu betur út en maður bjóst við. Við erum allir mjög hrifnir af þeirri hugmyndafræði sem Siggi Raggi hefur komið með inn í félagið og þetta virkar mjög vel á mann. Þeir tveir vita nákvæmlega hvað þeir vilja, vita styrkleika hvors annars upp á hár og eru ekkert að flækja þetta.“ Brynjar gekk aftur í raðir Leiknis í haust eftir farsæl tvö ár hjá Havnar Boltfélag, HB, í Færeyjum. Þar fyrir utan hefur Brynjar verið allt sitt líf í Leikni eins og svo margur leikmaður liðsins. Eyjólfur Tómasson, markvörður, hætti hins vegar í vetur og því þurfti liðið að fá inn nýjan markvörð í fyrsta skipti í næstum áratug. „Færeyjar eru snilld. Ég mun alltaf vera með annan fótinn í Færeyjum eftir þetta. Segi bara öllum að drullast til Færeyja,“ sagði Brynjar aðspurður út í veru sína erlendis. Brynjar fagnar því að vinna deildina í Færeyjum eins og sér einum er lagið.Vísir/Jens „Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Sigga og hann gerði gott mót síðasta sumar. Strákarnir töluðu mjög vel um hann og ég fékk það svo allt staðfest þegar ég mætti. Siggi hefur staðið sig mjög vel og er skila flottu verki. Sama um Hlyn, hann er að standa sig mjög vel sem aðstoðarþjálfari.“ „Eyjó var auðvitað stór póstur í liðinu og maður væri alltaf til í að hafa hann með sér í þessu enda einn af mínum bestu vinum. Hann komst hins vegar inn í slökkviliðið og sá ekki fram á að geta sinnt þessu almennilega. Við fengum hins vegar frábæran markvörð frá Hollandi, sem býr einmitt með mér, og hann smellpassar í hópinn. Góður í marki og frábær persóna.“ Bæði lið stefna upp um deild í haust „Við sigldum togarann Keflavík í strand og nokkrir leikmenn sem yfirgáfu skip en aðrir sem drógu okkur aftur út á sjó. Tímabilið í fyrra var mjög mikilvægt, við fengum dýrmæta reynslu og mér finnst við hafa sagt skilið við þetta hræðilega tímabil sumarið 2018 og getum nú gert atlögu að því að fara upp,“ sagði Sindri en sumarið 2018 féll Keflavík úr Pepsi deildinni með aðeins þrjú stig. „Deildin virðist mjög sterk í ár en ætli við setjum ekki stefnuna upp eins og örugglega fimm eða sex lið í þessari deild. Ekkert gaman að vera í þessu nema að hafa eitthvað fyrir stafni og við setjum stefnuna upp,“ sagði Brynjar að lokum en Leiknir endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og ef liðið ætlar að gera betur í ár er ljóst að það fer upp um deild.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira