Verður að standa við stóru orðin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira