Fótbolti

Hörður Björgvin lék allan leikinn og Arnór lagði upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór lagði upp annað mark CSKA í kvöld.
Arnór lagði upp annað mark CSKA í kvöld. Vísir/Getty

CSKA Moskva lagði nágranna sína í Spartak 2-0 á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Íslendingarnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon komu báðir við sögu.

Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í byrjunarliði CSKA í leiknum. Lék hann allan leikinn vinstra megin í þriggja manna vörn heimamanna. Var Hörður meðal bestu manna í leiknum.

Nikola Vlašić skoraði fyrra mark sitt á 27. mínútu leiksins og voru heimamenn 1-0 yfir í hálfleik. Í þeim síðari var lítið í gangi þangað til Arnór kom inn af varamannabekknum á 81. mínútu. Í uppbótartíma lagði Arnór svo upp annað mark CSKA en þar var Vlašić aftur á ferðinni.

Lokatölur 2-0 CSKA í vil. Liðið er nú með 40 stig í 5. sæti deildarinnar, þar fyrir ofan eru Rostov með 41 stig og Krasnodar með 44. Rostov á þó leik til góða á CSKA og Krasnodar á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×