Arnar Gunnlaugsson: Þetta er meðfæddur eiginleiki Þór Símon skrifar 29. júní 2020 22:31 Arnar hafði ástæður til þess að brosa að leik loknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna í Víking á FH í leik liðanna í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Gríðarlega ánægður. Við áttum mjög góðan leik í dag, vorum þéttir og sterkir, mjög heilsteypt frammistaða,“ sagði Arnar um leik sinna manna í kvöld. „Ákváðum að pressa þá vel en breyttum aðeins uppstillingunni og held við höfum komið þeim á óvart. Vorum fljótir að finna góð svæði og refsuðum grimmilega. Hrikalega flottur sigur,“ sagði Arnar einnig. „Þetta er meðfæddur eiginleiki. Hann er það góður í fótbolta að það kemur mér ekkert á óvart lengur. Sem gamall framherji finnst mér að þetta mark eigi bara að standa,“ sagði Arnar aðspurður út í þriðja mark Víkinga. Þar var Óttar Magnús Karlsson fljótur að hugsa en boltastrákur Víkings kom boltanum til hans á mettíma. Skoraði Óttar Magnús úr þröngu færi en Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var mjög ósáttur með dómara leiksins í því atviki. „Töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri „must win“ leikur til að gera okkur gildandi í þessu móti. Dræm stigasöfnun í fyrstu tveimur leikjunum en þeir voru ekkert hörmulegir. Vorum ekki eins miklir klaufar fyrir framan markið í dag. Nú er endurheimt mikilvæg svo menn séu klárir í Íslandsmeistara KR,“ sagði Arnar um frábæra frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við leggjum mikla áherslu á að boltastrákarnir viti að viljum halda góðu tempó í leik okkar. Þeir hafa lært eitthvað af Liverpool-markinu gegn Barcelona,“ sagði Arnar að lokum og glotti við tönn er hann var spurður út í frammistöðu boltastráka Víkings. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna í Víking á FH í leik liðanna í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Gríðarlega ánægður. Við áttum mjög góðan leik í dag, vorum þéttir og sterkir, mjög heilsteypt frammistaða,“ sagði Arnar um leik sinna manna í kvöld. „Ákváðum að pressa þá vel en breyttum aðeins uppstillingunni og held við höfum komið þeim á óvart. Vorum fljótir að finna góð svæði og refsuðum grimmilega. Hrikalega flottur sigur,“ sagði Arnar einnig. „Þetta er meðfæddur eiginleiki. Hann er það góður í fótbolta að það kemur mér ekkert á óvart lengur. Sem gamall framherji finnst mér að þetta mark eigi bara að standa,“ sagði Arnar aðspurður út í þriðja mark Víkinga. Þar var Óttar Magnús Karlsson fljótur að hugsa en boltastrákur Víkings kom boltanum til hans á mettíma. Skoraði Óttar Magnús úr þröngu færi en Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var mjög ósáttur með dómara leiksins í því atviki. „Töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri „must win“ leikur til að gera okkur gildandi í þessu móti. Dræm stigasöfnun í fyrstu tveimur leikjunum en þeir voru ekkert hörmulegir. Vorum ekki eins miklir klaufar fyrir framan markið í dag. Nú er endurheimt mikilvæg svo menn séu klárir í Íslandsmeistara KR,“ sagði Arnar um frábæra frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við leggjum mikla áherslu á að boltastrákarnir viti að viljum halda góðu tempó í leik okkar. Þeir hafa lært eitthvað af Liverpool-markinu gegn Barcelona,“ sagði Arnar að lokum og glotti við tönn er hann var spurður út í frammistöðu boltastráka Víkings.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10