SÁÁ til heilla Svanur Guðmundsson skrifar 29. júní 2020 12:30 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun