Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands með miklum yfirburðum í gær. Kjörsókn var minni en í síðustu tvennum forsetakosningum. Fjallað verður nánar um málið og rætt við forseta Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Prófessor í sagnfræði telur rétt að skoða hvort þrengja eigi möguleika fólks til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til þess að vekja athygli á sínum málstað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrír létu lífið, var nánast viðbúin að sögn íbúa í hverfinu. Mikil sorg og reiði ríkir í hverfinu en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim látnu virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi.

Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag. Við ræðum við pólska sendiherrann á Íslandi sem segir kjörsókn aldrei hafa verið betri hér á landi.

Þá skoðum við gamalt píanó sem komið er aftur í Húsið á Eyrarbakka eftir langa fjarveru. Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×