Endurtísti myndbandi af stuðningsmanni kalla „White Power“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 17:53 Donald Trump eyddi tístinu eftir að Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, gagnrýndi hann fyrir endurtístið. Drew Angerer/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann. Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann.
Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01