Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 08:47 Bandarískur hermaður á flugi yfir Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty/Jonathan Ernst Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa. Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa.
Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira