Íþróttir og forsetaembættið Dr. Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:51 Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar