Reginn vísar á bug fullyrðingum um óviðunandi ástand vallarins í Egilshöll Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 20:20 Úr leik í Egilshöll. vísir/andri Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn. Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug.
Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00