Segja niðurgreitt sumarnám í háskólum bitna hart á einkareknum fræðslufyrirtækjum Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 14:38 Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira