Innlent

Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Inga Sæland. Myndin er úr safni.
Inga Sæland. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Hún baðst afsökunar á því að þingið hefði ekki hlustað á Flokk fólksins og að alls 18 mál flokksins væru nú föst í þingnefndum.

Inga sagði faraldur kórónuveirunnar og fall krónunnar upp á 17 prósent í kjölfarið hafa gert fátækasta fólkið hér á landi enn fátækara. Sagðist hún furðu lostin yfir því hversu lítið væri gert fyrir þann hóp fólks, og minnti svo stjórnarliða á að fyrirtæki væru ekki það eina sem til er í landinu.

Þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar, sagðist Inga einnig stolt af þeim árangri sem flokkur hennar hefði náð. Nefndi hún þar meðal annars leiðréttingu frá Tryggingastofnun.

„Ég vil að þið vitið það, kæru öryrkjar og þeir sem hafa notið styrkja vegna fátæktar til lyfja og tækjakaupa, það mál fór í gegn fyrir tilstilli Flokks fólksins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×