Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 10:58 Hæstiréttur Íslands Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira