Ósannfærandi Sarri á enn eftir að vinna hug og hjörtu í Tórínó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 16:00 Sarri var pirraður á hliðarlínunni gegn Napoli enda tókst honum ekki að landa sigri gegn sínum fyrrum lærisveinum. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10
Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02
Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30