Innlent

Gular við­varanir á sunnan­verðu landinu

Sylvía Hall skrifar
Gul viðvörun er í gildi á sunnanverðu landinu.
Gul viðvörun er í gildi á sunnanverðu landinu. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi á suður- og suðausturlandi vegna hvassviðris og eru vegfarendur á ökutækjum sem geta verið viðkvæm fyrir vindi beðnir um að fara varlega. Hiti getur náð allt að tuttugu stigum í bjartviðri og segir í hugleiðingum veðurfræðings að kjöraðstæður séu fyrir útiveru, sérstaklega á skjólgóðum stað.

Í kvöld er spáð rigningu, fyrst sunnantil en líklega verður einhver væta í flestum landshlutum. Á morgun er spáð skúrum í suðaustlægum áttum en ekki er útlit fyrir jafn góðan hita og í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 8-13 m/s, en hægari norðvestantil. Rigning eða skúrir, en bjart með köflum á A-landi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 5-13. Áfram rigning eða skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt 5-10 og skúrir, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag:

Vaxandi austlæg átt og skýjað en úrkomulítið. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:

Útlit fyrir stífa norðaustanátt með vætu um allt land. Heldur kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×