Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:13 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira