Innlent

Gular viðvaranir í gildi á suður- og suðausturlandi á morgun

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá gildissvæði viðvarananna.
Hér má sjá gildissvæði viðvarananna. Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland á morgun sunnudag.

Á suðurlandi tekur viðvörunin gildi á þriðja tímanum í nótt en spáð er austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum. Búast má við snörpum vindhviðum og gæti veðrið verið varasamt fyrir ökutæki sem taka í sig mikinn vind. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar fellur viðvörunin úr gildi klukkan 20:00 annað kvöld.

Þegar kemur að Suðausturlandi er ljóst að gildistími viðvörunarinnar er skemmri eða frá 08:00 til 17:00. Sömu aðstæðum er spáð og gæti staðan orðið varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, einkum í Mýrdal og í Öræfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×