Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 11:48 Bókaútgefandi segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu. Já.is Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira