Sjokk að greinast með Covid-19 og missa af fæðingunni Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2020 14:35 Símon Geirsson lögreglumaður. Hann var kominn í hátíðarbúninginn og á leið til útskriftar. Það var hins vegar ekkert af því vegna þess að þá barst honum tilkynning þess efnis að hann væri með Covid-19. Símon Geirs, lögregluþjónn á Suðurlandi, smitaðist af rúmenskum ferðamönnum sem hann þurfti að hafa afskipti af í starfi. Símon segir þetta gríðarlegt áfall en þakkar fyrir að eiga að gott samfélag og gott embætti. Símon er búsettur á Selfossi en lögregluembættið hefur útvegað hinum 35 ára gamla lögreglumanni húsnæði þar sem hann dvelur nú í sóttkví. Símon segir lykilatriði að smita ekki fleiri nú þegar unnið er að því að ná niður þessu smiti sem kom upp nýverið. Símon segir heilsuna sæmilega, einhver höfuð- og kviðverkir sem fylgja en ekkert til að hafa orð á. Heilt yfir sé hann fínn. Stærsta áfallið er það að geta ekki verið með konu sinni sem er með barni. Hún er genginn 39 vikur. Hann missir af mikilvægum tíma meðgöngunnar en þetta er þeirra fyrsta barn saman en þriðja hans. Óbærilegt að missa af meðgöngunni „Drengurinn minn að útskrifast af leikskóla. Ég missi af því sem er grautfúlt. Það eru þessir hlutir í lífinu sem eru svo mikilvægir og maður kann betur að meta núna. Símon í fullum skrúða. Hann segir það óbærilega tilhugsun að geta ekki verið við hlið konu sinnar sem er með barni, gengin 39 vikur. Símon er fastur í sóttkví. Það er grautfúlt að geta ekki verið í kringum fjölskylduna sína. Upplifa sig í útlegð. En, númer eitt tvö og þrjú er erfitt að geta ekki verið með konunni sinni sem er að ganga í gegnum þetta ferli. Hún er gengin svo langt. Þetta er sjokk. Hún er sett í næstu viku. Það er það versta við þetta,“ segir Símon og bætir því við að þetta sé eins og að fara í gegnum sorgarferli.“ Símon hafði verið úrskurðaður í tveggja vikna sóttkví og stefndi á að klára það ótrauður þegar hann fékk tíðindin um að hann hefði greinst með smit sjálfur. „Það var áfall að heyra það í gær. Heimurinn hrundi. Áfall á áfall ofan. Ég var kominn í hátíðarbúninginn. Uppstrílaður og flottur. Ég lauk diplómunámi í lögreglufræðum og varð því löggiltur lögreglumaður sama dag og ég þurfti að fara í sóttkví. Var á leið í útskriftina. En fór þess í stað í sóttkví.“ Útkall vegna hnupls í búð á Selfossi Málið sem leiddi til þess að Símon smitaðist hefur orðið að fréttaefni. Það tengist smituðum ferðamönnum frá Rúmeníu sem ekki virtu tilmæli um að þeim bæri að fara í sóttkví. Vísir bað Símon um að lýsa tildrögunum. Símon segir að hann og félagi hans hafi fengið útkall í gegnum fjarskiptastöð ríkislögreglustjóra fyrir viku. „Að það eigi sér stað einhvers konar hnupl í verslun á Selfossi. Við sinnum því útkalli, förum í það strax og ræddum við eiganda búðarinnar sem gaf okkur lýsingu á einstaklingunum sem um ræddi.“ Fóru og sóttu hina meintu brotamenn Seinna kom í ljós að Lögreglan í Reykjavík hafði haft afskipti af þessum sömu einstaklingum en þá lá fyrir lýsing á bíl, bílnúmer og nánari lýsing á þeim einstaklingum sem um ræðir. Símon segir að þeir hafi fengið lögregluna til að halda þeim. „Við fórum og sóttum þá. Við gerum okkur grein fyrir því að þeir séu kannski af erlendu bergi brotnir en við töldum þetta einstaklinga sem hafa verið á landinu allan tímann. Við vissum ekki þá að þeir voru nýkomnir til landsins. Við héldum að landamærin væru lokuð. Við fórum og ræddum við einstaklingana. þá vaknar grunur um að þeir séu nýkomnir til landsins. Og þá fór fram skimun.“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var um þrjá einstaklinga að ræða og reyndust tveir þeirra vera smitaðir af Covid-19. Heilt yfir eru það 14 lögreglumenn, bæði frá Suðurlandi og Reykjavík, sem höfðu afskipti af mönnunum og eru þeir allir í sóttkví. Kórónuveiruhættan kom flatt uppá lögregluþjónana „Við fórum á tveimur bílum, fjórir lögreglumenn frá Suðurlandi til að sækja þá. Svo eru fleiri sem hafa afskipti af þeim. Og svo túlkurinn sem þarf vera í herbergi með smituðum einstaklingum til að túlka.“ Símon segir að þeir lögreglumenn sem fóru í útkallið og komu svo að málinu hafi verið grunlausir um kórónuveiruhættuna. Símon segir að allir sem að komu í byrjun hafi staðið í þeirri meiningu að Ísland væri komið úr kórónuveirustöðunni. „Að við værum að koma út úr þessari hrotu. Héldum að landamærin okkar væru lokuð og það væri miðað við 15. júní,“ segir Símon. Og því var það að lögreglumennirnir fóru í útkallið grandalausir um hina yfirvofandi hættu. Kveðjurnar streyma til hans og þeirra sem eru í framvarðarsveitinni. Símon segir það mikils virði og sárabót fyrir kröpp kjör. Hann vonar að málið verði til þess að yfirvöld líti til þess að verður er verkamaður launa sinna. „Þetta kom okkur í opna skjöldu. Í ljósi þess að þarna voru menn sem ekki höfðu virt það að fara í sóttkví eins og sóttvarnarlög gera þó ráð fyrir var tekin ákvörðun um að skima. Og það kemur í ljós að tveir af þremur eru smitaðir. Þá förum við í sóttkví.“ Mikill meðbyr sárabót fyrir kröpp kjör Þó staðan sé þröng, í raun grátleg segir Símon mikinn meðbyr og kveðjur hafa sitt að segja, sem þau sem í framlínusveit lögreglunnar fá nú í miklum mæli. „Við erum framlínusveit lögreglan og vinnum eftir heilindum, viljum þjónusta borgara og við finnum mikinn meðbyr. Ég er rosalega ánægður með það hvað fólk í samfélaginu hefur sent okkur fallegar kveðjur. Og styður okkur. Oft er erfitt að vera lögreglumaður og horfa í launaseðilinn sinn. En ég vona að þetta verði þá til þess að ríkið horfi á okkur sem verkamenn sem eru vel að launum okkar komnir.“ Lögreglan Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um þrjá milli daga Staðfest smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.819 hér á landi. 19. júní 2020 13:10 Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna. 17. júní 2020 22:31 Tveimur Rúmenanna verður vísað úr landi Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. 18. júní 2020 13:03 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Símon Geirs, lögregluþjónn á Suðurlandi, smitaðist af rúmenskum ferðamönnum sem hann þurfti að hafa afskipti af í starfi. Símon segir þetta gríðarlegt áfall en þakkar fyrir að eiga að gott samfélag og gott embætti. Símon er búsettur á Selfossi en lögregluembættið hefur útvegað hinum 35 ára gamla lögreglumanni húsnæði þar sem hann dvelur nú í sóttkví. Símon segir lykilatriði að smita ekki fleiri nú þegar unnið er að því að ná niður þessu smiti sem kom upp nýverið. Símon segir heilsuna sæmilega, einhver höfuð- og kviðverkir sem fylgja en ekkert til að hafa orð á. Heilt yfir sé hann fínn. Stærsta áfallið er það að geta ekki verið með konu sinni sem er með barni. Hún er genginn 39 vikur. Hann missir af mikilvægum tíma meðgöngunnar en þetta er þeirra fyrsta barn saman en þriðja hans. Óbærilegt að missa af meðgöngunni „Drengurinn minn að útskrifast af leikskóla. Ég missi af því sem er grautfúlt. Það eru þessir hlutir í lífinu sem eru svo mikilvægir og maður kann betur að meta núna. Símon í fullum skrúða. Hann segir það óbærilega tilhugsun að geta ekki verið við hlið konu sinnar sem er með barni, gengin 39 vikur. Símon er fastur í sóttkví. Það er grautfúlt að geta ekki verið í kringum fjölskylduna sína. Upplifa sig í útlegð. En, númer eitt tvö og þrjú er erfitt að geta ekki verið með konunni sinni sem er að ganga í gegnum þetta ferli. Hún er gengin svo langt. Þetta er sjokk. Hún er sett í næstu viku. Það er það versta við þetta,“ segir Símon og bætir því við að þetta sé eins og að fara í gegnum sorgarferli.“ Símon hafði verið úrskurðaður í tveggja vikna sóttkví og stefndi á að klára það ótrauður þegar hann fékk tíðindin um að hann hefði greinst með smit sjálfur. „Það var áfall að heyra það í gær. Heimurinn hrundi. Áfall á áfall ofan. Ég var kominn í hátíðarbúninginn. Uppstrílaður og flottur. Ég lauk diplómunámi í lögreglufræðum og varð því löggiltur lögreglumaður sama dag og ég þurfti að fara í sóttkví. Var á leið í útskriftina. En fór þess í stað í sóttkví.“ Útkall vegna hnupls í búð á Selfossi Málið sem leiddi til þess að Símon smitaðist hefur orðið að fréttaefni. Það tengist smituðum ferðamönnum frá Rúmeníu sem ekki virtu tilmæli um að þeim bæri að fara í sóttkví. Vísir bað Símon um að lýsa tildrögunum. Símon segir að hann og félagi hans hafi fengið útkall í gegnum fjarskiptastöð ríkislögreglustjóra fyrir viku. „Að það eigi sér stað einhvers konar hnupl í verslun á Selfossi. Við sinnum því útkalli, förum í það strax og ræddum við eiganda búðarinnar sem gaf okkur lýsingu á einstaklingunum sem um ræddi.“ Fóru og sóttu hina meintu brotamenn Seinna kom í ljós að Lögreglan í Reykjavík hafði haft afskipti af þessum sömu einstaklingum en þá lá fyrir lýsing á bíl, bílnúmer og nánari lýsing á þeim einstaklingum sem um ræðir. Símon segir að þeir hafi fengið lögregluna til að halda þeim. „Við fórum og sóttum þá. Við gerum okkur grein fyrir því að þeir séu kannski af erlendu bergi brotnir en við töldum þetta einstaklinga sem hafa verið á landinu allan tímann. Við vissum ekki þá að þeir voru nýkomnir til landsins. Við héldum að landamærin væru lokuð. Við fórum og ræddum við einstaklingana. þá vaknar grunur um að þeir séu nýkomnir til landsins. Og þá fór fram skimun.“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var um þrjá einstaklinga að ræða og reyndust tveir þeirra vera smitaðir af Covid-19. Heilt yfir eru það 14 lögreglumenn, bæði frá Suðurlandi og Reykjavík, sem höfðu afskipti af mönnunum og eru þeir allir í sóttkví. Kórónuveiruhættan kom flatt uppá lögregluþjónana „Við fórum á tveimur bílum, fjórir lögreglumenn frá Suðurlandi til að sækja þá. Svo eru fleiri sem hafa afskipti af þeim. Og svo túlkurinn sem þarf vera í herbergi með smituðum einstaklingum til að túlka.“ Símon segir að þeir lögreglumenn sem fóru í útkallið og komu svo að málinu hafi verið grunlausir um kórónuveiruhættuna. Símon segir að allir sem að komu í byrjun hafi staðið í þeirri meiningu að Ísland væri komið úr kórónuveirustöðunni. „Að við værum að koma út úr þessari hrotu. Héldum að landamærin okkar væru lokuð og það væri miðað við 15. júní,“ segir Símon. Og því var það að lögreglumennirnir fóru í útkallið grandalausir um hina yfirvofandi hættu. Kveðjurnar streyma til hans og þeirra sem eru í framvarðarsveitinni. Símon segir það mikils virði og sárabót fyrir kröpp kjör. Hann vonar að málið verði til þess að yfirvöld líti til þess að verður er verkamaður launa sinna. „Þetta kom okkur í opna skjöldu. Í ljósi þess að þarna voru menn sem ekki höfðu virt það að fara í sóttkví eins og sóttvarnarlög gera þó ráð fyrir var tekin ákvörðun um að skima. Og það kemur í ljós að tveir af þremur eru smitaðir. Þá förum við í sóttkví.“ Mikill meðbyr sárabót fyrir kröpp kjör Þó staðan sé þröng, í raun grátleg segir Símon mikinn meðbyr og kveðjur hafa sitt að segja, sem þau sem í framlínusveit lögreglunnar fá nú í miklum mæli. „Við erum framlínusveit lögreglan og vinnum eftir heilindum, viljum þjónusta borgara og við finnum mikinn meðbyr. Ég er rosalega ánægður með það hvað fólk í samfélaginu hefur sent okkur fallegar kveðjur. Og styður okkur. Oft er erfitt að vera lögreglumaður og horfa í launaseðilinn sinn. En ég vona að þetta verði þá til þess að ríkið horfi á okkur sem verkamenn sem eru vel að launum okkar komnir.“
Lögreglan Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um þrjá milli daga Staðfest smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.819 hér á landi. 19. júní 2020 13:10 Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna. 17. júní 2020 22:31 Tveimur Rúmenanna verður vísað úr landi Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. 18. júní 2020 13:03 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Smituðum fjölgar um þrjá milli daga Staðfest smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.819 hér á landi. 19. júní 2020 13:10
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Áfall að greinast með kórónuveiruna eftir lögreglustörf Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist af kórónuveirunni eftir að hafa tekið þátt í aðgerðum vegna Rúmenanna sem komu hingað til lands í síðustu viku, segir það hafa verið áfall að greinast með veiruna. 17. júní 2020 22:31
Tveimur Rúmenanna verður vísað úr landi Ákvörðun hefur verið tekin um að vísa tveimur Rúmenum úr landi sem gerðust sekir um brot á sóttvarnalögum og hafa ellefu verið sektaðir. 18. júní 2020 13:03
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent