Er ég Íslendingur? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 18. júní 2020 16:06 „Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Black Lives Matter Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun