Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 14:47 Donald Trump í forgrunni og John Bolton horfir á. Getty/Chip Somodevilla John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. Bolton hefur verið í kastljósi fjölmiðla undanfarna daga eftir að fjölmiðlar ytra birtu hluta af óútgefinni bók hans sem á að koma út í næstu viku. Þar varpar Bolton meðal annars ljósi á samskipti hans við forsetann. Hvíta húsið hefur farið fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð. Í viðtali við ABC um bókina fer Bolton þungum orðum um Trump, segir Bolton að Trump sé „ótrúlega fáfróður“, skorti grunnþekkingu og að erlendir valdamenn eigi auðvelt með að nýta sér fávisku forsetans. Í grundvallaratriðum segir Bolton að Trump sé einfaldlega óhæfur til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. „Ég sá ekkert annað leiðarljós í starfi hans en það hvað er gott fyrir endurkjör Donald Trump,“ sagði Bolton við ABC. „Hann hafði hugann svo við endurkjör að langtímahagsmunir láta undan.“ Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi á meðan Trump hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta, Xi Jinping, forseta Kína, Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Bolton segir að Trump hafi ekki haft neinn áhuga á því að koma hagsmunum Bandaríkjanna áleiðis á þessum fundum, heldur hafi allt snúist um að láta Trump líta vel út með því að hitta þessa erlendu leiðtoga. „Það var miklum tíma eytt í að hugsa um myndatækifæri og hvernig fjölmiðlar myndu bregðast við og litlu sem engu púðri eytt í að íhuga hvað slíkur fundur myndi gera fyrir samningsstöðu Bandaríkjanna,“ sagði Bolton um fundi Trump með Kim Jong Un. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. Bolton hefur verið í kastljósi fjölmiðla undanfarna daga eftir að fjölmiðlar ytra birtu hluta af óútgefinni bók hans sem á að koma út í næstu viku. Þar varpar Bolton meðal annars ljósi á samskipti hans við forsetann. Hvíta húsið hefur farið fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð. Í viðtali við ABC um bókina fer Bolton þungum orðum um Trump, segir Bolton að Trump sé „ótrúlega fáfróður“, skorti grunnþekkingu og að erlendir valdamenn eigi auðvelt með að nýta sér fávisku forsetans. Í grundvallaratriðum segir Bolton að Trump sé einfaldlega óhæfur til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. „Ég sá ekkert annað leiðarljós í starfi hans en það hvað er gott fyrir endurkjör Donald Trump,“ sagði Bolton við ABC. „Hann hafði hugann svo við endurkjör að langtímahagsmunir láta undan.“ Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi á meðan Trump hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta, Xi Jinping, forseta Kína, Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Bolton segir að Trump hafi ekki haft neinn áhuga á því að koma hagsmunum Bandaríkjanna áleiðis á þessum fundum, heldur hafi allt snúist um að láta Trump líta vel út með því að hitta þessa erlendu leiðtoga. „Það var miklum tíma eytt í að hugsa um myndatækifæri og hvernig fjölmiðlar myndu bregðast við og litlu sem engu púðri eytt í að íhuga hvað slíkur fundur myndi gera fyrir samningsstöðu Bandaríkjanna,“ sagði Bolton um fundi Trump með Kim Jong Un.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57