Dánargjafir skipta máli Gréta Ingþórsdóttir skrifar 18. júní 2020 13:00 Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun