Ákváðu að stofna fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í miðju kórónuveirukófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:00 Kaffihúsið Dalur opnar formlega á morgun, þjóðhátíðardag Íslendinga. Dalur/Facebook Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur
Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira