Þurfa að skipta um stöð til að geta séð allan leikinn með Gylfa og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Norwich í öðrum leik sínum eftir hlé en sá fyrsti verður á móti Liverpool. EPA-EFE/Peter Powell Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Allir leikir verða sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum þegar enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldur. Sky Sports hefur verið með sjónvarpsréttinn í Bandaríkjunum ásamt BT Sport og Amazon Prime Video en breska ríkisútvarpið hefur verið með samantektarþættina Match of the Day og Match of the Day 2. Vegna þeirrar kröfu að sýna alla leiki beint þar sem áhorfendur eru bannaðir á leikjunum út af smithættu fékk BBC nokkra leiki til að sýna beint. Það hefur hins vegar skapað vandamál. BBC admit Norwich vs Everton live Premier League coverage is "not ideal" https://t.co/yzU5B3s4E6 pic.twitter.com/hLN3J13AN3— Mirror Football (@MirrorFootball) June 16, 2020 Það var fyrir löngu búið að ákveða alla dagskrána á breska ríkisútvarpinu en menn þar á bæ hafa reynt að troða inn útsendingunum. Fyrsta stóra vandamálið var leikur Norwich City og Everton á Carrow Road sem verður annar leikurinn sem breska ríkisútvarpið sýnir beint. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Norwich miðvikudaginn 24. júní næstkomandi og leikurinn verður sýndur á tveimur stöðvum. Ekki á sama tíma og ekki á sitthvorum tíma. Það þarf nefnilega að skipta um stöð til að geta horfa á seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn verður sýndur beint á BBC Two en til að sjá þann síðari þurfa áhorfendur að skipta yfir á BBC One. Ástæðan er að fréttirnar þurfa að komast að á sínum tíma á BBC One og leikurinn getur því ekki byrjað á þeim tíma á þeirri stöð. „Þetta er engin kjörstaða en fréttir eru mjög mikilvægar á þessum tímum,“ sagði heimildarmaður BBC við blaðamann Daily Star. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á breska ríkisútvarpinu er leikur Bournemouth og Crystal Palace á næsta laugardag. Fyrstu tveir leikirnir í ensku úrvalsdeildinni eftir kórónuveirufaraldurinn verða tveir frestaðir leikir sem verða spilaðir annað kvöld. Fyrsta heila umferðin verður svo um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira