Semjið við hjúkrunarfræðinga strax! Ólafur G. Skúlason skrifar 15. júní 2020 15:00 Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun