Semjið við hjúkrunarfræðinga strax! Ólafur G. Skúlason skrifar 15. júní 2020 15:00 Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun