Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:46 Mennirnir verða fluttir á farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Vísir/Friðrik Þór Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40
Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48