Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:40 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“ Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“
Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira