Segir að Óli Jó og Rúnar Páll séu ekki sammála: „Heyri að annar segi hægri og hinn vinstri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 09:30 Úr umræðuþættinum á miðvikudagskvöldið var. vísir/s2s Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira