Segir titilvonir Stjörnunnar byggðar á sandi: „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þá að Íslandsmeisturum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 14:30 Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson þjálfa Stjörnuna saman. vísir/sigurjón Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu? Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu?
Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira