Lögreglan hefur áhyggjur af ofbeldismenningu meðal íslenskra ungmenna Sylvía Hall skrifar 10. júní 2020 17:50 Lögreglan biðlar til foreldra að vera vakandi fyrir ferðum ungmenna sinna og hvað þau séu að gera yfir sumartímann. Áhættuhegðun unglinga eigi það til að aukast yfir sumarið. Vísir/Vilhelm Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann. Það hafi sannað sig að sumarið sé áhættutími fyrir ungmenni þar sem margir unglingar prófi að neyta áfengis og vímuefna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra barna á unglingastigi þar sem þau eru beðin um að fylgjast með ferðum barnanna og halda vel utan um þau. Lögreglan hafi talsverðar áhyggjur af ofbeldismenningu sem sé útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. „Slagsmál ungmenna er áhættuhegðun sem við hjá lögreglunni höfum töluverðar áhyggjur af enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldismenning er útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. Síðustu misseri hafa sprottið upp síður á samfélagsmiðlum sem sýna ungmenni jafnvel í grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Þátttakendur í þessu eru bæði strákar og stelpur, oftast unglingar á grunnskólaaldri,“ segir í orðsendingunni. Gæti bjargað mannslífi að láta lögreglu vita Slagsmálin séu stórhættuleg þar sem mikið sé um endurtekin högg og spörk í höfuð og búk andstæðingsins sem skapi augljóslega mikla hættu. Dæmi séu um að slíkar árásir hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þolendur og gerendur. „Ræðið við unglinginn ykkar um þessi mál. Ræðið við þau um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona atburðum og hættuna sem því fylgir. Ræðið þá ábyrgð að hafa jafnvel bara verið á staðnum sem áhorfandi ef eitthvað alvarlegt myndi gerast. Hvetjið þau til að taka alls ekki þátt í slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum, horfa ekki á slagsmálamyndbönd á samfélagsmiðlum og alls ekki taka þau upp eða dreifa þeim.“ Þá bendir lögreglan fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 112 ef þau frétta af slíkum slagsmálum. Sé það viðstatt sé best að ganga í burtu og setja sig í samband við lögreglu, þar sem slíkt gæti jafnvel bjargað mannslífi. Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Lögreglan hvetur foreldra og forráðamenn til þess að vera vakandi fyrir áhættuhegðun á meðal unglinga, þá sérstaklega yfir sumartímann. Það hafi sannað sig að sumarið sé áhættutími fyrir ungmenni þar sem margir unglingar prófi að neyta áfengis og vímuefna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra barna á unglingastigi þar sem þau eru beðin um að fylgjast með ferðum barnanna og halda vel utan um þau. Lögreglan hafi talsverðar áhyggjur af ofbeldismenningu sem sé útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. „Slagsmál ungmenna er áhættuhegðun sem við hjá lögreglunni höfum töluverðar áhyggjur af enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldismenning er útbreidd meðal ungmenna á Íslandi. Síðustu misseri hafa sprottið upp síður á samfélagsmiðlum sem sýna ungmenni jafnvel í grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Þátttakendur í þessu eru bæði strákar og stelpur, oftast unglingar á grunnskólaaldri,“ segir í orðsendingunni. Gæti bjargað mannslífi að láta lögreglu vita Slagsmálin séu stórhættuleg þar sem mikið sé um endurtekin högg og spörk í höfuð og búk andstæðingsins sem skapi augljóslega mikla hættu. Dæmi séu um að slíkar árásir hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir þolendur og gerendur. „Ræðið við unglinginn ykkar um þessi mál. Ræðið við þau um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona atburðum og hættuna sem því fylgir. Ræðið þá ábyrgð að hafa jafnvel bara verið á staðnum sem áhorfandi ef eitthvað alvarlegt myndi gerast. Hvetjið þau til að taka alls ekki þátt í slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum, horfa ekki á slagsmálamyndbönd á samfélagsmiðlum og alls ekki taka þau upp eða dreifa þeim.“ Þá bendir lögreglan fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 112 ef þau frétta af slíkum slagsmálum. Sé það viðstatt sé best að ganga í burtu og setja sig í samband við lögreglu, þar sem slíkt gæti jafnvel bjargað mannslífi.
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira