Um mannslíf og mannréttindi þeldökkra Bjarni Halldór Janusson skrifar 10. júní 2020 08:00 Fyrir um tveimur vikum síðan var bandarískur karlmaður myrtur af lögreglumanni. Hinn 46 ára George Floyd bættist þá í hóp fjölmargra þeldökkra sem látið hafa lífið vegna alvarlegs kynþáttahaturs og útbreidds lögregluofbeldis þar í landi. Það tók morðingja George Floyd rétt undir níu mínútur að svipta hann frelsinu og taka hann að lífi. Það tók morðingjann rétt undir níu mínútur að binda enda á tilvist George Floyd og valda vinum hans og vandamönnum ómældum skaða og ólýsanlegri sorg. Svipaða sögu má segja um þau Breonna Taylor, Tamir Rice, Philando Castile, Oscar Grant og Atatiana Jefferson. Þau voru öll á besta aldri, áttu allt lífið framundan, og voru jafnvel tekin af lífi í návist barna og fjölskyldu. Þau voru öll skotin til bana af lögreglumönnum, sem flestir höfðu áður ógnað lífi saklausra borgara. Fyrir nokkrum árum síðan var öðrum saklausum manni, Eric Garner, haldið niðri af lögreglumönnum þar til hann hætti að draga andann. Hann, rétt eins og George Floyd, hrópaði varnarlaus eftir aðstoð og tjáði viðstöddum skýrt og skilmerkilega að hann gæti ekki andað, en það breytti því miður litlu. Þetta fólk átti kannski ekki margt sameiginlegt. Þau áttu ólík áhugamál og höfðu ólíkar skoðanir, allt ólíkar manneskjur, en áttu það sameiginlegt að vera saklaus, og jú, þau voru öll þeldökk. Rúmlega 12% Bandaríkjamanna eru þeldökkir, en eru um fjórðungur allra fórnarlamba lögregluofbeldis. Lögregluofbeldi er raunar algengara í þeim ríkjum sem þar sem hlutfall þeldökkra er hærra, jafnvel þó að glæpatíðnin þar sé litlu hærri en annars staðar. Í samanburði við þá sem eru hvítir á hörund eru þeldökkir allt að þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum afskipta lögreglunnar, jafnvel þó að þeir séu ólíklegri til að vera vopnaðir þegar þeir eru skotnir til bana. Þá eru ungir þeldökkir karlmenn allt að níu sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að vera skotnir til bana af lögregluþjónum. Eingöngu 1% lögreglumanna sem koma að þessum banamálum eru ákærðir, og enn færri eru sakfelldir og hljóta viðeigandi dóma, ýmist vegna þess að saksóknarar vilja síður ákæra þá, vegna þess að lögregludeildir þagga gjarnan málin niður eða því verkalýðsfélög lögreglumanna beita sér gegn ákærum og beita sér almennt gegn umbótum í þessum efnum. Vandinn er því ekki eingöngu sá að lögreglan er mikið líklegri til að hafa afskipti af þeldökkum og verða þeim að bana, heldur einnig sá hve fáir lögregluþjónar eru ákærðir og dregnir til ábyrgðar af yfirvöldum, rétt eins og ætti að gerast í eðlilegu réttarríki. Hefðu lögregluþjónarnir sem urðu George Floyd að bana haldið störfum sínum áfram ef ekki væri fyrir myndbandsupptökuna af morðinu og þau mótmæli sem sköpuðust í kjölfarið? Miðað við tölfræðina, já, líklega. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um ríflega 50% frá árinu 1977, en á sama tíma hafa fjárframlög til löggæslumála hækkað um 173%. Í ríki þar sem löggæsla hlýtur stóran hluta fjárframlaga sveitarfélaga mætti ætla að unnið sé af meiri fagmennsku og meiri gagnsæi, en svo virðist ekki vera. Kynþáttamisrétti og kúgun jaðarhópa er rótgróið í bandarísku samfélagi og samofið sögu þess, sem leiðir af sér meira lögregluofbeldi í garð þeldökkra en þeirra sem eru hvítir á hörund og því er kannski skiljanlegt hve margir þeldökkir vantreysta eða óttast lögregluna þar í landi. Til viðbótar eru þeldökkir í Bandaríkjunum mun líklegri til að hljóta þyngri dóma og eru fangelsaðir í mun meiri mæli en þeir sem eru hvítir á hörund. Fræg tilvitnun, kennd við sagnfræðing nokkurn, segir að sá sem ekki læri söguna sé dæmdur til að endurtaka hana. Hversu oft þurfa Bandaríkjamenn að endurtaka þá sögu til að kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi heyri sögunni til? Að því er virðist, allt of oft. Staðreyndin er sú að hvert einasta fórnarlamb þessa ofbeldis er einu fórnarlambi of mikið. Til þess eru mótmælin þessa dagana. Þau eru til að minna á að óbreytt ástand sé með öllu ólíðandi, einkum í ljósi þess að þeldökkir og aðrir jaðarhópar verða fyrir misrétti á nær öllum sviðum samfélagsins, hvort sem um er að ræða atvinnutækifæri, íbúðarkaup, eða aðgangi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Ríki sem vilja kenna sig við mannúð, mannréttindi og frjálslynt lýðræði geta ekki samþykkt óbreytt ástand. Bandaríkin, eða hvað þá önnur vestræn ríki sem eru jafn sek, en þó af annarri stærðargráðu, geta vart kennt sig við þessi gildi á meðan ranglætið þrífst og réttlætinu er frestað, eða alfarið neitað. Mótmælin sem nú standa yfir varða ekki eingöngu þeldökka og aðra jaðarhópa sem verða sífellt fyrir misrétti og kerfisbundnu ofbeldi, því allir sem láta sig mannréttindi varða ættu að krefjast róttækra breytinga. Við verðum að læra af fyrri mistökum og leiðrétta alvarlegt ranglæti sem finnst innan samfélagsins og er jafnvel viðhaldið af stofnunum þess. Annars erum við dæmd til að endurtaka söguna og fórnarlömbunum á þá einungis eftir að fjölga – og rétt eins og sagan í dag dæmir þá forfeður sem studdu þrælahald, beittu grófu ofbeldi og viðhéldu alræmdri aðskilnaðarstefnu, þá mun sagan dæma okkur ef við upprætum ekki það kerfisbundna ofbeldi sem hefur orðið George Floyd og svo mörgum öðrum að bana. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dauði George Floyd Rómur Mannréttindi Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur vikum síðan var bandarískur karlmaður myrtur af lögreglumanni. Hinn 46 ára George Floyd bættist þá í hóp fjölmargra þeldökkra sem látið hafa lífið vegna alvarlegs kynþáttahaturs og útbreidds lögregluofbeldis þar í landi. Það tók morðingja George Floyd rétt undir níu mínútur að svipta hann frelsinu og taka hann að lífi. Það tók morðingjann rétt undir níu mínútur að binda enda á tilvist George Floyd og valda vinum hans og vandamönnum ómældum skaða og ólýsanlegri sorg. Svipaða sögu má segja um þau Breonna Taylor, Tamir Rice, Philando Castile, Oscar Grant og Atatiana Jefferson. Þau voru öll á besta aldri, áttu allt lífið framundan, og voru jafnvel tekin af lífi í návist barna og fjölskyldu. Þau voru öll skotin til bana af lögreglumönnum, sem flestir höfðu áður ógnað lífi saklausra borgara. Fyrir nokkrum árum síðan var öðrum saklausum manni, Eric Garner, haldið niðri af lögreglumönnum þar til hann hætti að draga andann. Hann, rétt eins og George Floyd, hrópaði varnarlaus eftir aðstoð og tjáði viðstöddum skýrt og skilmerkilega að hann gæti ekki andað, en það breytti því miður litlu. Þetta fólk átti kannski ekki margt sameiginlegt. Þau áttu ólík áhugamál og höfðu ólíkar skoðanir, allt ólíkar manneskjur, en áttu það sameiginlegt að vera saklaus, og jú, þau voru öll þeldökk. Rúmlega 12% Bandaríkjamanna eru þeldökkir, en eru um fjórðungur allra fórnarlamba lögregluofbeldis. Lögregluofbeldi er raunar algengara í þeim ríkjum sem þar sem hlutfall þeldökkra er hærra, jafnvel þó að glæpatíðnin þar sé litlu hærri en annars staðar. Í samanburði við þá sem eru hvítir á hörund eru þeldökkir allt að þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum afskipta lögreglunnar, jafnvel þó að þeir séu ólíklegri til að vera vopnaðir þegar þeir eru skotnir til bana. Þá eru ungir þeldökkir karlmenn allt að níu sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að vera skotnir til bana af lögregluþjónum. Eingöngu 1% lögreglumanna sem koma að þessum banamálum eru ákærðir, og enn færri eru sakfelldir og hljóta viðeigandi dóma, ýmist vegna þess að saksóknarar vilja síður ákæra þá, vegna þess að lögregludeildir þagga gjarnan málin niður eða því verkalýðsfélög lögreglumanna beita sér gegn ákærum og beita sér almennt gegn umbótum í þessum efnum. Vandinn er því ekki eingöngu sá að lögreglan er mikið líklegri til að hafa afskipti af þeldökkum og verða þeim að bana, heldur einnig sá hve fáir lögregluþjónar eru ákærðir og dregnir til ábyrgðar af yfirvöldum, rétt eins og ætti að gerast í eðlilegu réttarríki. Hefðu lögregluþjónarnir sem urðu George Floyd að bana haldið störfum sínum áfram ef ekki væri fyrir myndbandsupptökuna af morðinu og þau mótmæli sem sköpuðust í kjölfarið? Miðað við tölfræðina, já, líklega. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um ríflega 50% frá árinu 1977, en á sama tíma hafa fjárframlög til löggæslumála hækkað um 173%. Í ríki þar sem löggæsla hlýtur stóran hluta fjárframlaga sveitarfélaga mætti ætla að unnið sé af meiri fagmennsku og meiri gagnsæi, en svo virðist ekki vera. Kynþáttamisrétti og kúgun jaðarhópa er rótgróið í bandarísku samfélagi og samofið sögu þess, sem leiðir af sér meira lögregluofbeldi í garð þeldökkra en þeirra sem eru hvítir á hörund og því er kannski skiljanlegt hve margir þeldökkir vantreysta eða óttast lögregluna þar í landi. Til viðbótar eru þeldökkir í Bandaríkjunum mun líklegri til að hljóta þyngri dóma og eru fangelsaðir í mun meiri mæli en þeir sem eru hvítir á hörund. Fræg tilvitnun, kennd við sagnfræðing nokkurn, segir að sá sem ekki læri söguna sé dæmdur til að endurtaka hana. Hversu oft þurfa Bandaríkjamenn að endurtaka þá sögu til að kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi heyri sögunni til? Að því er virðist, allt of oft. Staðreyndin er sú að hvert einasta fórnarlamb þessa ofbeldis er einu fórnarlambi of mikið. Til þess eru mótmælin þessa dagana. Þau eru til að minna á að óbreytt ástand sé með öllu ólíðandi, einkum í ljósi þess að þeldökkir og aðrir jaðarhópar verða fyrir misrétti á nær öllum sviðum samfélagsins, hvort sem um er að ræða atvinnutækifæri, íbúðarkaup, eða aðgangi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Ríki sem vilja kenna sig við mannúð, mannréttindi og frjálslynt lýðræði geta ekki samþykkt óbreytt ástand. Bandaríkin, eða hvað þá önnur vestræn ríki sem eru jafn sek, en þó af annarri stærðargráðu, geta vart kennt sig við þessi gildi á meðan ranglætið þrífst og réttlætinu er frestað, eða alfarið neitað. Mótmælin sem nú standa yfir varða ekki eingöngu þeldökka og aðra jaðarhópa sem verða sífellt fyrir misrétti og kerfisbundnu ofbeldi, því allir sem láta sig mannréttindi varða ættu að krefjast róttækra breytinga. Við verðum að læra af fyrri mistökum og leiðrétta alvarlegt ranglæti sem finnst innan samfélagsins og er jafnvel viðhaldið af stofnunum þess. Annars erum við dæmd til að endurtaka söguna og fórnarlömbunum á þá einungis eftir að fjölga – og rétt eins og sagan í dag dæmir þá forfeður sem studdu þrælahald, beittu grófu ofbeldi og viðhéldu alræmdri aðskilnaðarstefnu, þá mun sagan dæma okkur ef við upprætum ekki það kerfisbundna ofbeldi sem hefur orðið George Floyd og svo mörgum öðrum að bana. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun