Handtóku ölvaðan mann grunaðan um íkveikju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júní 2020 06:19 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í bílskúr í Kópavogi klukkan 17:30 í gær. Ölvaður maður var handtekinn á vettvangi, grunaður um íkveikju. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá stöðvaði lögreglan í gærkvöldi tvær bifreiðar á Vesturlandsvegi við Keldur, með 13 mínútna millibili, klukkan 21:15 og 21:28, fyrir of hraðan akstur. Mældur hraði bifreiðanna var annars vegar 144 kílómetrar á klukkustund og hins vegar 137, en hámarkshraði á veginum er 80 kílómetra hraði. Báðir ökumenn viðurkenndu brot sín, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var bifreið stöðvuð í Garðabæ eftir eftirför. Ökumaðurinn, ung kona, er grunuð um akstur undir áhrifum og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu í samskiptum sínum við hana. Hún var vistuð í fangageymslum lögreglu. Laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt stöðvaði lögreglan bifreið á Reykjanesbraut. Við nánari athugun reyndist ökumaður hennar vera 16 ára, og hafði því ekki öðlast ökuréttindi. Eins var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglunnar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu móður barnsins og tilkynningu til Barnaverndar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í bílskúr í Kópavogi klukkan 17:30 í gær. Ölvaður maður var handtekinn á vettvangi, grunaður um íkveikju. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá stöðvaði lögreglan í gærkvöldi tvær bifreiðar á Vesturlandsvegi við Keldur, með 13 mínútna millibili, klukkan 21:15 og 21:28, fyrir of hraðan akstur. Mældur hraði bifreiðanna var annars vegar 144 kílómetrar á klukkustund og hins vegar 137, en hámarkshraði á veginum er 80 kílómetra hraði. Báðir ökumenn viðurkenndu brot sín, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var bifreið stöðvuð í Garðabæ eftir eftirför. Ökumaðurinn, ung kona, er grunuð um akstur undir áhrifum og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu í samskiptum sínum við hana. Hún var vistuð í fangageymslum lögreglu. Laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt stöðvaði lögreglan bifreið á Reykjanesbraut. Við nánari athugun reyndist ökumaður hennar vera 16 ára, og hafði því ekki öðlast ökuréttindi. Eins var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglunnar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu móður barnsins og tilkynningu til Barnaverndar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?