Meintur njósnari fyrir CIA og Mossad dæmdur til dauða í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 09:05 Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak í byrjun árs. EPA/YAHYA ARHAB Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni. Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Írani sem sagður er hafa útvegað leyniþjónustum Bandaríkjanna og Ísrael upplýsingar um ferðir hershöfðingjans Qassem Soleimani, sem felldur var í loftárás í byrjun janúar, verður tekinn af lífi. Yfirvöld Íran sendur frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að maðurinn, sem kallaður er njósnari fyrir CIA og Mossad, hafi verið dæmdur til dauða. Maðurinn dauðadæmdi heitir Mahmoud Mousavi Majd en að öðru leyti veitti Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálaráðuneytisins, litlar upplýsingar um hann. Sömuleiðis liggur ekki fyrir hvenær Majd verður tekinn af lífi. Það mun þó verða innan skamms, samkvæmt frétt Times of Israel. Soleimani var yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins og stýrði Quds-sveitum Íran, sem eru þær sveitir hersins sem starfa utan landamæra ríkisins. Hann var í raun einn valdamesti maður landsins. Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Hann var felldur í loftárás, skömmu eftir að hann lenti í Írak þann 3. janúar. Esmaili tengdi þær upplýsingar sem Majd á að hafa veitt CIA Mossad beint við dauða Soleimani og sagði ekki hvaða upplýsingar njósnarinn svokallaði á að hafa veitt. Íranir hefndu fyrir dauða Soleimani með því að skjóta eldflaugum að bandarískri herstöð í Íran. enginn féll í árásinni en margir hermenn hlutu heilaáverka vegna árásarinnar. Sama kvöld, skutu Íranir niður úkraínska farþegaþotu fyrir slysni.
Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. 12. janúar 2020 18:11
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent