Framboð Trump í miklum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 16:09 Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. AP/Patrick Semansky Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira