Vilja hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tekjutengda tímabilið Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 13:27 ASÍ hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Kjaramál Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Kjaramál Alþingi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira