Vilja hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tekjutengda tímabilið Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 13:27 ASÍ hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Kjaramál Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lagði í síðustu viku fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Sambandið hefur í nokkurn tíma lagt áherslu á að lögin um atvinnuleysistryggingar verði endurskoðuð í heild sinni og jafnframt lagt ríka áherslu á að atvinnuleysisbætur verði þegar í stað hækkaðar og tekjutengda tímabilið lengt. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis tekur á hvorugum þessara þátta að sögn sambandsins. Í umsögninni er því lögð fram tillaga um hækkun bæði grunnbóta og tekjutengdra bóta, um 9,9 prósent, þannig að grunnatvinnuleyisbætur verði nálægt því sem lágmarks tekjutengingin er í dag. „Grundvallaratriðin eru þessi að við erum að leggja til að grunnatvinnuleysisbæturnar verði mjög nálægt því sem lágmarkstekjutryggingin er í dag. Við erum að leggja til að tekjutengingin, þar veðri hámarkið hækkað, þeir sem eru á lægstu laununum að þeir njóti tekjutengingar að fullu og síðan að tekjutengda tímabilið verði lengt úr þremur mánuðum í sex,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir að varði stóran hóp fólks. „Það eru 15 þúsund manns sem reiða sig á þessa framfærslu og við óttumst að sá hópur eigi mögulega eftir að stækka á næstu vikum og mánuðum og það er ljóst að ef það verður ekkert gert í þessu erum við að kalla yfir þennan hóp stöðu varðandi framfærslu sem gerir þeim með öllu ófært að standa undir skuldbindingum sínum og njóta einhverja lágmarks lífskjara,“ segir Halldór. Á árunum 2009 og 2010 voru atvinnuleysisbætur í kringum 95% af lágmarks tekjutengingunni eins og lagt er til að þær verði nú. „En það hefur gefið eftir á síðustu árum þannig að atvinnuleysisbæturnar eru núna eins og ég segi miðað við lágmarkstekjur nærri því að vera í sögulegu lágmarki.“ Hafið þið von til að stjórnvöld líti jákvætt á þessar tillögur? „Við bara gefum okkur það,“ segir Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Kjaramál Alþingi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda