Lífið

Sætuefni: Einfaldar leiðir til að skipta út sykri í mataræðinu

Ragga Nagli skrifar
Ragga Nagli gefur ráð hvernig hægt er á einfaldan hátt að skipta út sykri í mataræðinu.
Ragga Nagli gefur ráð hvernig hægt er á einfaldan hátt að skipta út sykri í mataræðinu. Getty/ Westend61

Sumir styðja sykurskattinn sem nauðsynlega lýðheilsulausn því sykur sé eitur.

Aðrir segja forræðishyggja. Frelsisskerðing. Neyslustýring.

Enn aðrir vilja nota jákvæðar aðferðir til heilsueflandi lífstíls eins og lækka verð á næringarríkum og hollum mat og innleiða næringarfræði í grunnskólana svo fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir í matarvali sínu.

Ætli við getum samt ekki öll verið sammála um að hitaeiningar úr sykri gefa okkur ekki mikla næringu.

Sykur eykur ekki bara bólstrun utan á grindina.

Sykur í miklu magni hefur einnig margvísleg neikvæð áhrif á elsku maskínuna okkar.

Aukin bólgumyndun í liðum.

Hraðar á öldrun húðfrumna.

Hækkar blóðþrýsting.

Hækkar blóðsykur.

Ofvöxtur á slæmum örverum í þarmaflórunni.

Þegar við gúffum sykur þá stígur insúlínmagnið í líkamanum sem hefur áhrif á hjarta-og æðakerfið með að þrengja æðaveggina og veldur auknu álagi á hjartað

Sykur losar út dópamín í miklu meira magni en gamla góða eplið og sem skýrir hvers vegna vaknar pervertísk löngun í NóaSiríus með hnetum og rúsínum í pirringskasti.

Því það lætur þér líða betur á núlleinni.

En við þurfum alltaf meira og meira magn af strausykri fyrir dópamínvímuna.

Og eftir að dúndra of miklum sykri niður vélindað líður engum vel.

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu hér á Vísi.Vísir/Vilhelm

Við þekkjum öll hvernig það er að vakna eftir að hafa vaðið upp að mitti í fermingarveislu eða farið í bæinn í nammipokann yfir Netflixinu.

Sykursviti. Bjúgur. Heilaþoka. Þreyta. Hjartsláttur.

Kvíði. Mórall. Depurð. Svekkelsi.

Þó sykur í hófi sé í góðu lagi, þá eru alltaf færri og færri sem kjósa sykursósað bakkelsi og farnir að leita annarra lausna til að eiga í skápunum fyrir hjemmelavet og hollara gómsæti

Meira að segja Dönkin Dónötts og Krispí Krem hrökklast nú frá landinu bláa, með sykurpokana reyrða á bakinu.

Því við viljum jú öll að okkur líði vel og næra okkur sem best

Markmiðið með að nærast í núvitund er að hugsa sem best um sjálfan sig og líða sem best eftir máltíðina.

Mynd/Ragga Nagli

Hér eru einfaldar leiðir til að skipta út sykri í mataræðinu.

-Hefðbundnu hlynsírópi má skipta út fyrir sykurlaust Good Good síróp t.d út á grautinn, í salatdressingar og í bakstur og spara sér þannig haug af hitaeiningum og

-Sykri má skipta út fyrir NOW Foods Iceland erythritol eða xylitiol eða Good Good Sweet like stevia (erythritol + stevia) í sömu hlutföllum og segir í uppskriftinni.

Hvorutveggja er svipað og sykur bæði í áferð og sætustuðli

  • 1 bolli sykur jafngildir 1 bolla af erythritol og/eða xylitol.

Xylitol er sykuralkóhól (E967), og erythritol eru unnin úr maís, soja og sveppum og hafa ekki áhrif á blóðsykur og því óhætt fyrir sykursjúka og innihalda 95% færri hitaeiningar en sykur.

-Stevia er alveg náttúrulegt sætuefni unnið úr plöntunni Stevia rebaundiana sem finnst í S-Ameríku.

Lakkrísbragð er af plöntunni sem getur skilað sér í bitru eftirbragði þegar notað í bakstur og sumir fá kul í tönn.

Stevia er margfalt sætara en sykur sem þýðir að ½ til 1 tsk fer ansi langt.

-Bananar og eplamús bæta sætu í baksturinn og einnig vætu en í glúteinfríum bakstri vantar oft meiri vætu því möndlumjöl og kókoshnetuhveiti draga í sig meiri vökva en hefðbundið hveiti. Prófaðu þig áfram með að minnka sykurinn á móti.

  •  Bananar og eplamús koma einnig í staðinn fyrir fitugjafa en 100g smjörlíki jafngildi 75 grömm stappaður banana eða 50 grömm ósætuð eplamús.

-Sykruðu súkkulaði má skipta út fyrir kakónibbur, stevia súkkulaði eins og Nicks eða Ketó crunch eða 80-100% dökkt súkkulaði.

- Vanillu, karamellu og kókos stevia bragðdropar gefa ekki aðeins góða sætu heldur einnig gerir nærvera þeirra í graut, smoothie, prótinsjeik, horaðan ís að hreinu gúrmeti undir tönn.

  • Sítrónu, hindberja, jarðarberja og greip dropar eru dúndur út í sódavatn í staðinn fyrir aspartamesósað ropvatn.... sem verður víst líka sykurskattað.

Spurning um að dusta rykið í Sódastrímgræjunni í geymslunni.

➡ Sykurlausar sultur eru dúndur í staðinn fyrir sykruðu systur þeirra og þrykkja vænni slummu á vöfflur og pönnsur, í hjónabandssæluna og útá graut, sjeika og smoothies

  • Apríkósusulta getur komið í matargerð og með indverskri kúsínu í staðinn fyrir sykursósað mangó chutney. Sykurlaus jarðarberjasulta er dásemd í hjónabandssælu bakaða úr erythritol og bláberjasulta er gúrmeti í prótínvöfflur.

Eins og sjá má er urmull af góðum heilsusamlegri sætuefnum í hillunum í heilsuganginum sem má nota í staðinn fyrir sykurinn ofurskattaða.

Lykilatriðið er að prófa sig áfram og finna hvað passar í þína matargerð og bakstur, sem og fær þína bragðlauka til að spila á lúftgítar af hamingju.


Tengdar fréttir

Samanburður

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi.

Nei án afsakana

Þegar þú segir JÁ við einhverju sem þú vilt ekki gera, hefur ekki umframorku fyrir eða tíma fyrir þá ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma, orku og athygli í sjálfan þig, eða fólkið í kringum þig.

Mismunandi týpur af föstu - Hvað hentar hverjum?

Eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim en þá fara þær að hafa öfug og slæm áhrif eins og að misþyrma hormónabúskapnum, hárlos, þurr húð og heilaþoka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×