Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Vésteinn Örn Pétursson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 8. júní 2020 07:38 Herjólfur. Vísir/Vilhelm Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira