Vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 20:00 Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. Vísir/Sigurjón Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi
Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira