Fótbolti

Danski jaxlinn sér eftir því að hafa hætt svona snemma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Gravesen ræðir málin við Paolo Maldini.
Thomas Gravesen ræðir málin við Paolo Maldini. Mynd/AP

Í janúar árið 2009 ákvað Daninn Thomas Gravesen að leggja skóna á hilluna einungis 32 ára gamall. Eftir hálft ár án félags eftir að hafa hætt hjá Celtic þá ákvað hann að hætta.

Gravesen átti frábæran feril hjá Everton áður en hann fór til Spánar og lék með Real Madrid. Einnig lék hann með HSV og Vejle á sínum ferli en hann sér eftir þessari ákvörðun enn þann dag í dag.

„Þetta er einn af þeim hlutum sem ég sé mest eftir, að ég hætti svona snemma. En ég var kominn á þann stað að ég hugsaði að nú væri þetta komið gott,“ sagði Gravesen í samtali við DR Sport.

„Ég flutti langt í burtu því ég vissi að ég væri að ég hefði ekki tekið rétta ákvörðun. Svo er það auðveldara að sitja og horfa á fótboltann í Bandaríkjunum en til dæmis að sitja í Vejle eða fara í Parken,“ en Parken er heimavöllur FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×