Innlent

Börðu menn og rændu veski

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um bæði málin til lögreglustöðvar 1 á Hverfisgötu í Reykjavík.
Tilkynnt var um bæði málin til lögreglustöðvar 1 á Hverfisgötu í Reykjavík. Vísir/Hanna

Tveir karlmenn voru handteknir eftir að þeir réðust á tvo menn og rændu veski í vesturhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Þá var kona flutt á bráðamóttöku sem tilkynnt var um að hefði dottið og hlotið höfuðmeiðsli.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglustöðin við Hverfisgötu hafi fengið tilkynningu um ránið og líkamsárásina klukkan átta í gærkvöldi. Í tölvupóstsvari til Vísis segir Páll Briem Magnússon, varðstjóri, að mennirnir tveir hafi ráðist að tveimur öðrum með höggum og spörkum, rænt veski annars þeirra og svo haft sig á brott. Málið sé í vinnslu hjá lögreglu.

Páll hafði ekki frekar upplýsingar um ástand konunnar sem slasaðist. Tilkynnt var um að hún hefði dottið og rekið höfuðið í um klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi ekki svarað áreiti og hún hafi verið flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×